Fara í efni

Kvennastund í Laugaskarði.

GANGA, FLOT OG DEKUR. Taktu frá tíma fyrir þig!

Laugardaginn 29. september ætlum við að bjóða upp á notalega heilsukvöldstund fyrir konur.

Skráning á netfangið, gustahjalta@gmail.com. Þið fáið síðan staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Fjöldi: 45. Þess má geta að hitastig laugarinnar er hækkað svo það verði notalegt að fljóta og vera í lauginni.

Dagskrá. Mæting kl. 17.30 á bílaplaninu við sundlaugina í Laugaskarði. Við byrjum á því að fara saman í göngutúr í nánasta nágrenni við sundlaugina en umhverfið þar er einstaklega fallegt eins og margir þekkja. Þegar komið er til baka um kl. 18.00 verður boðið upp á hollar samlokur og ávexti.

Eftir hressinguna er farið í laugina. Við byrjum á stuttum öndunaræfingum og teygjum og síðan ætlum við að njóta þess að fljóta saman og slaka á. Eftir samflotið förum við í heitu pottana og þar bjóðum við upp á andlitsmaska og gott heilsunærandi te.

Flot veitir einstaka vellíðan og frelsi frá utanaðkomandi áreiti. Það býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi. Jafnframt skapast rúm fyrir líkamann til að fínstilla innri takt sinn og njóta vellíðunar og heilsubætandi áhrifa slökunar.

Taktu frá tíma fyrir þig og leyfðu þér að fljóta inn í himneska kyrrð og þyngdarleysi. Í vatninu slaknar á vöðvum líkamans og hægist á blóðþrýstingi og hjartslætti um leið og flotið er inn í djúpt slökunarástand.

Slakandi flot vinnur gegn skaðlegum streituhormónum sem fylgja langvarandi álagi og streitu. Slökunin veitir nærandi hvíld og örvar hreinsun líkama og huga og getur virkað verkjalosandi. Með jákvæðu boðefnaflæði og hugleiðsluástandi fínstillir þú innri takt þinn á þann hátt að hugsun verður skýrari og líkami og sál endurnærast á skemmtilegan og áreynslulausan hátt.

Í flotinu notum við flothettur og fótaflot sem er íslensk hönnun, gerð til að upplifa vellíðan í vatni.

Ávinningur þess að fljóta er m.a. þessi:

Dregur úr almennri streitu Eykur einbeitingu Bætir svefn og dregur úr eða eða jafnvel læknar síþreytu Kemur jafnvægi á efnaskipti líkamans Gefur innri ró og frið og minnkar löngun í óhollustu Dregur úr þunglyndi og ótta Dregur úr mígreni Styrkir ónæmiskerfið

Við leiðbeinendurnir verðum ofan í lauginni og aðstoðum ykkur ef þarf og gefum ykkur jafnvel smá nudd á iljar og í lófa.

Skráning á netfangið, gustahjalta@gmail.com. Þið fáið síðan staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Fjöldi: 45.

Viðburður á FB

Verð: 8.500 og 7.500 fyrir þær sem koma sjálfar með Flothettur.

Hlökkum til að sjá ykkur! Sóley og Ágústa


Síðast breytt: 25. september 2018
Getum við bætt efni síðunnar?