Fara í efni

Kjörfundur í Hveragerði vegna alþingiskosninga laugardaginn 30. nóvember 2024

Kjörfundur í Hveragerði vegna alþingiskosninga laugardaginn 30. nóvember 2024 hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag í Grunnskólanum í Hveragerði við Skólamörk.

Tvær kjördeildir

  • Í kjördeild 1 kjósi þeir sem hafa heimilisfang frá Aldinmörk til Heiðmarkar auk þeirra sem eru óstaðsettir í hús og þeirra sem búa erlendis og njóta kosningaréttar á Íslandi.
  • Í kjördeild 2 kjósi þeir sem hafa heimilisfang frá Helluhrauni til Öxnalækjar.

Aðgengi

Gengið er inn um aðalinngang, vestanmegin, við íþróttahúsið.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er austanmegin.


Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi:

Kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.
Þá er ekki heimilt að vera með áróður á eða við kjörstað meðan á kjörfundi stendur svo sem barmmerki og/eða merkingar á bifreiðum.

Hveragerði, nóvember 2024
Yfirkjörstjórnin í Hveragerði.


Síðast breytt: 2. desember 2024
Getum við bætt efni síðunnar?