Fara í efni

Karlakór Hveragerðis býður nýja söngfélaga velkomna í hópinn

Félagar í Karlakór Hveragerðis hlakka til að taka á móti nýjum félögum í kórinn á æfingunni 14. Októ…
Félagar í Karlakór Hveragerðis hlakka til að taka á móti nýjum félögum í kórinn á æfingunni 14. Október klukkan 19:30. Myndin var tekin á æfingadegi kórsins í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi.

Karlakór Hveragerðis er nú að hefja fimmta starfsárið sitt og býður nýja félaga hjartanleg velkomna í kórinn. Aðalfundur kórsins verður haldinn miðvikudagskvöldið 30. september og fyrsta æfing vetrarins verður viku síðar, eða miðvikudagskvöldið 7. október. Nýir menn eru boðnir velkomnir á æfinguna miðvikudagskvöldið 14. október klukkan 19:30 en það verður sérstök nýliða æfing þar sem nýir félagar fá kynningu á kórnum og verða síðan raddprófaðir (ekkert til að óttast). Stjórnandi og undirleikari kórsins er Örlygur Atli Guðmundsson, sem hefur það markmið að kórinn syngi helst bara létt og skemmtileg lög. Þá má geta þess að kórinn stefnir á söngferð til útlanda haustið 2021 en haustið 2019 fór kórinn í stórskemmtilega ferð til Ítalíu.

 

F.h. Karlakórs Hveragerðis, Heimir Örn Heiðarsson, formaður

 


Síðast breytt: 21. september 2020
Getum við bætt efni síðunnar?