Jólapeysudagur hjá bæjarstofnunum
19.12
Frétt
Föstudaginn síðastliðinn, þann 16. desember, var jólapeysudagur haldinn hátíðlegur hjá stofnunum bæjarins. Starfsmenn (og nemendur) tóku þátt í þessum degi og mættu í vinnuna / skólann í jólapeysum sem gerði daginn mjög litríkann og gleðilegann.
Grunnskólinn í Hveragerði gerði daginn svo enn hátíðlegri með gangasöngi þar sem allir nemendur skólans og starfsfólk komu saman og sungu saman jólalög. Grunnskólinn veitti þá einnig styrk til Einstakra barna, stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni, uppá 2.184.000kr. sem skólinn safnaði á góðgerðadag grunnskólans þann 2. desember.
Afhending Góðgerðastyrsk grunnskólans í Hveragerði 2022
Starfsmenn sveitarfélagsins óskar bæjarbúum gleðilegarar hátíðar!
Síðast breytt: 19. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?