Fara í efni

Jólagluggar - dagatal bæjarins

Jóladagatal Hveragerðis samanstendur af 24 jólabókum við jólaglugga víða um bæinn sem hver um sig fjallar um eitt af jólatáknunum.

Guðrún Tryggvadóttir er höfundur jólatákna og jólatexta í jólagluggadagatalinu. 24 jólagluggar opna á hverjum degi í desember á eftirtöldum stöðum í jóladagatali bæjarins.

Þá daga sem jólagluggarnir opna verður jólastemning hjá fyrirtækjunum og góðgæti í skál.

Allir eru velkomnir og víða eru sérstök jólatilboð eða uppákomur.

  1. desember - í bæjarskrifstofunni, Breiðumörk 20
  2. desember - í Flóru garðyrkjustöð
  3. desember - hjá Almari bakara
  4. desember - í Blómaborg
  5. desember - í Gott-ís – Mæran
  6. desember - í Verkmenntahúsi grunnskólans
  7. desember - í Shell, Austurmörk
  8. desember - í Listasafni Árnesinga
  9. desember - í Fagvís
  10. desember - í Hársnyrtistofunni Ópus
  11. desember - við Kjörís
  12. desember - í Skyrgerðinni
  13. desember - í Ölverk
  14. desember - í Hverablómum
  15. desember - í Litlu brauðstofunni, Kambahrauni 3
  16. desember - í anddyri Heilsustofnunar
  17. desember - við Sundlaugina Laugaskarði
  18. desember - við Ás, Hverahlíð
  19. desember - við Leikskólann Óskaland
  20. desember - í N1 þjónustustöð
  21. desember - í íþróttahúsinu Skólamörk
  22. desember - við Leikskólann Undraland
  23. desember - í Bókasafninu
  24. desember - við Hveragerðiskirkju

Viltu taka þátt í jólaratleik fjölskyldunnar?
Finnið orð í jólagluggunum.
Raðið orðunum í rétta orðaröð og myndið kunna jólavísu.
Vísan birtist á heimasíðu bæjararins á nýju ári.

Jólagluggadagatal


Síðast breytt: 30. nóvember 2017
Getum við bætt efni síðunnar?