Fara í efni

Íþróttamaður Hveragerðis 2017

Það er orðinn fastur liður í jólahátíð Hvergerðinga að Hveragerðisbær veitir afreksfólki í íþróttum viðurkenningu fyrir unnin afrek á árinu og útnefnir íþróttamann Hveragerðis. Að þessu sinni eru 12 íþróttamenn heiðraðir, 8 eru í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2017 og 6 fá viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn. Það er menningar-, íþrótta- og frístundanefnd sem velur íþróttamann Hveragerðis, en leitað var eftir tilnefningum frá félögum og deildum í Hveragerði og frá sérsamböndum ÍSÍ. Allar tilnefningar sem bárust eru frá aðildarfélögum ÍSÍ.

Eftirtaldir íþróttamenn eru tilnefndir í kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2017:

  • Aníta Líf Aradóttir Lyftingamaður ársins 2017
  • Dagný Lísa Davíðsdóttir Körfuknattleikskona ársins 2017
  • Fannar Ingi Steingrímsson golfari ársins 2017
  • Hekla Björt Birkisdóttir Fimleikamaður ársins 2017
  • Kristján Valdimarsson Blakmaður ársins 2017
  • Kristrún Rut Antonsdóttir Knattspyrnumaður ársins 2017
  • Ragnar Ágúst Nathanaelsson Körfuknattleiksmaður ársins 2017
  • Úlfar Jón Andrésson Íshokkímaður ársins 2017

!img:100 !img:100 !img:100 !img:100 !img:100 !img:100 !img:100 !img:100

Eftirtaldir íþróttamenn fá viðurkenningu fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla á árinu 2017:

  • Aníta Líf Aradóttir
  • Björgvin Karl Guðmundsson
  • Einar Ísberg
  • Halldór Gunnar Þorsteinsson
  • Hekla Björt Birkisdóttir
  • Matthías Abel Einarsson

Íþróttamenn ársins verða heiðraðir í Listasafni Árnesinga fimmtudaginn 28. desember kl. 17. Allir velkomnir.

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd


Síðast breytt: 12. desember 2017
Getum við bætt efni síðunnar?