Fara í efni

Íþróttamaður Hveragerðis 2020

Á fundi menningar, íþrótta og frístundanefndar, 7.des. síðastliðinn var kynnt samantekt um afrek íþróttamanna á árinu 2020 sem eru með lögheimili í Hveragerði. Árið hefur verið sérstakt íþróttaár vegna covid veirunnar en um leið krefjandi fyrir íþróttamennina okkar sem hafa þurft að sinna æfingum við krefjandi og mjög sérstakar aðstæður.

Ákveðið var hverjir hljóta viðurkenningu fyrir góðan árangur og hver hlýtur nafnbótina íþróttamaður Hveragerðis. Tilkynnt verður um hver verður íþróttamaður Hveragerðis 2020 á jólastreymistónleikunum “Hvergerðingar syngja inn jólin“, föstudagskvöldið 16. desember n.k.

Tilnefningar til íþróttamanns Hveragerðis árið 2020

Eftirtaldir íþróttamenn fá viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþrótt sinni:

  • Anna Guðrún Halldórsdóttir fyrir góðan árangur í Ólympískum lyftingum, Lyftingafél. Hengill
  • Dagný Lísa Davíðsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik, Wyoming USA
  • Dagný Rún Gísladóttir fyrir góðan árangur í knattspyrnu, Íþr.félagið Hamar
  • Erlingur Arthúrsson fyrir góðan árangur í golfi, félagi í GHG
  • Gígja Marín Þorsteinsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknatleik, Íþr.félagið Hamar
  • Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki, Íþr.félagið Hamar
  • Hannes H. Mahong Magnússon fyrir góðan árangur í karate, Karatefélagið Þórshamar
  • Hekla Björt Birkisdóttir fyrir góðan árangur í fimleikum, Stjarnan fimleikadeild
  • Jón Bjarni Sigurðsson fyrir góðan árangur í knattspyrnu, Íþr.félagið Hamar
  • Margrét Guangbing Hu fyrir góðan árangur í badminton, Íþr.félagið Hamar
  • Pálmi Geir Jónsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik, Íþr.félagið Hamar
  • Úlfar Andrésson fyrir góðan árangur í íshokký, Fjölnir-Björninn íshokkídeild

Eftirtaldir hafa fagnað Íslandsmeistaratitli á árinu:

  • Eric Máni Guðmundsson, motocross umf. Selfoss, Íslandsmeistari í 85 cc (kúbika) flokki.
  • Anna Guðrún Halldórsdóttir, Lyftingafélagið Hengill, setti 24 Íslandsmet í þremur aldursflokkum.

Eftirtaldir voru valdir til að æfa/keppa í landsliðum Íslands á árinu:

  • Hafsteinn Valdimarsson, landsliðsmaður í blaki, Íþr.félagið Hamar
  • Kristján Valdimarsson, landsliðsmaður í blaki, Íþr.félagið Hamar
  • Úlfar Jón Andrésson, landsliðsmaður í íshokký, Fjölnir-Björninn íshokkídeild
  • Margrét Guangbing Hu var valin í U17-19 ára landsliðið í badminton, Íþr.félagið Hamar
  • Úlfur Þórhallsson var valinn í U15 ára landsliðshóp í badminton, Íþr.félagið Hamar
  • Hannes H. Mahong Magnússon, unglingalandsliðsmaður í karate, Karatefélagið Þórshamar
  • Erlingur Arthúrsson, landsliðsmaður í golfi, félagi í GHG
  • Óliver Þorkelsson var valinn í U15 ára landsliðshóp í knattspyrnu, Íþr.félagið Hamar
  • Ása Lind Wolram var valin í U15 ára landsliðshóp í körfubolta, Íþr.félagið Hamar
  • Elektra Mjöll Kubrzeniecka var valin í U15 ára landsliðshóp í körfubolta, Íþr.félagið Hamar
  • Helga María Janusdóttir var valin í U15 ára landsliðshóp í körfubolta, Íþr.félagið Hamar
  • Haukur Davíðsson var valinn í U16 ára landsliðshóp í körfubolta, Stjarnan körfukn.deild
  • Gígja Marín Þorsteinsdóttir var valin í U18 ára landsliðshóp í körfubolta, Íþr.félagið Hamar
  • Björn Ásgeir Ásgeirsson var valinn í U20 ára landsliðshóp í körfubolta, Íþr.félagið Hamar

 


Síðast breytt: 14. desember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?