Íþrótta- og ævintýranámskeið sumarið 2017
Kæru foreldrar, allar upplýsingar varðandi sumarnámskeiðin má finna hér:
Sumarfjör 2017
Að gefnu tilefni viljum við koma á framfæri að þetta skjal er uppfært reglulega og því er best að fylgjast með þarna ef breytingar kynnu að verða.
19.6.2017: Nú er orðið fullt á námskeið 2 og því ekki lengu tekið við skráningum, nema þá á biðlista. Einnig væri mjög gott ef foreldrar gætu látið fylgja skráningum hvort þau munu nýta gæslu (frá 8-9 eða 16-17). Búið er að uppfæra Sumarnámskeið 2017 með þessum upplýsingum og bæta við hlekk á Facebook síðu námskeiðsins.
Í sumar verður starfrækt íþrótta- og ævintýranámskeið hér í Hveragerði. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, uppbyggjandi og skemmtileg. Mikið er lagt upp úr útiveru, listsköpun og hreyfingu. Farið verður í ævintýra- og óvissuferðir, ratleiki, íþróttir, heimsókn til fyrirtækja og margt fleira.
Sú nýbreytni er tekin upp að námskeiðunum verður skipt eftir aldri þátttakenda og vonast er til að það mælist vel fyrir.
Ævintýraklúbbur 1 * 5 og 6 ára f. 2010 og 2011 Valgerður Rut Jakobsdóttir, verkefnastjóri yngri hóps Aðstoð: Lilja Dögg Erlingsdóttir *Vakin er athygli á því að gert er ráð fyrir fleiri starfsmönnum en hér eru taldir upp.
Ævintýraklúbbur 2 * 7 – 10 ára f. 2007 – 2009 Karen Elva Jónsdóttir verkefnastjóri eldri hóps Aðstoð: Esther Helga Klemenzardóttir *Vakin er athygli á því að gert er ráð fyrir fleiri starfsmönnum en hér eru taldir upp.
Námskeiðshaldari: Hveragerðisbær.
Verð: þátttökugjaldi er stillt í hóf. kr. 10.000 (frá kl. 8 – 17), ½ daginn kr. 6000 (frá kl. 9-12 eða 13-16). Systkinaafsláttur; 2. barn 50%, 3. barn 75%.
Vakin er athygli á að börn fædd árið 2011 fá þátttökugjaldið fellt niður að fullu.
Tímabil:
Námskeið 1 - 7. – 16. júní
Námskeið 2 - 19. – 30. júní
Námskeið 3 - 3. – 14. júlí
Námskeið 4 - 17. – 28. júlí
Námskeið 5 - 31. júlí – 11. ágúst
Þátttakendur eiga að hafa með sér hollt og gott nesti, í samræmi við lengd viðveru. Námskeiðin munu hafa aðsetur í kennslustofum í Mjólkurbúi og í Frístundaskólanum.
Skráning og upplýsingar: Móttaka Hveragerðisbæjar 483 4000 og á netfanginu mottaka@hveragerdi.is
Það sem þarf að koma fram við skráningu er:
- Nafn og kennitala þáttakanda
- Nafn og kennitala foreldris
- Heimilisfang
- Sími
Það þarf einnig að koma fram hvaða námskeið er verið að skrá í, og hvort barnið verði heilan dag eða hálfan.
Nánari upplýsingar gefur Menningar- og frístundafulltrúi, Jóhanna Margrét Hjartardóttir, jmh@hveragerdi.is og í síma 483-4000.
!file