Fara í efni

Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í verkið: Hrauntunga – Tröllahraun

Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í verkið:

Hrauntunga – Tröllahraun

Verklok eru 1.06.2025

Verkið felur í sér gerð á nýjum götum, Hrauntungu og Tröllahrauni, í Hveragerði.

Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum og leggja styrktarlag, burðarlag, malbika götur og gangstéttar ásamt því að steypa kantstein. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu, reisa ljósastaura, leggja ljósastaurastreng og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annara veitulagna.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur 6000 m³
  • Styrktarlag og fylling í lagnaskurði 19000 m³
  • Fráveitulagnir 1745 m
  • Vatnsveitulagnir 702 m
  • Hitaveitulagnir 1425 m
  • Ljósastaurar 34 stk

Möguleg stækkun á útboðsverkinu

Möguleiki er á verulegri stækkun á verkinu ef vel gengur að úthluta lóðum í þessu útboðsverki, stækkun verksins krefst þess að bæði verkkaupi og verktaki vilji áframhaldandi samstarf, einingarverð verði óbreytt en verð uppfærð miðað við vísitölu.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 25. júní 2024. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá EFLU á Suðurlandi með því að senda tölvupóst á netfangið ba@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20, 810 Hveragerði fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 16. júlí 2024, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Byggingarfulltrúinn í Hveragerði


Síðast breytt: 26. júní 2024
Getum við bætt efni síðunnar?