Hveragarðurinn Hveragerði auglýsir eftir sumarstarfsfólki
25.03
Frétt
Laus störf
Hveragarðurinn Hveragerði auglýsir eftir sumarstarfsfólki.
Hveragarðurinn leitar að hressum, ábyrgðarfullum einstaklingum í stöðu þjónustufulltrúa í sumar.
Spennandi starf á sviði ferðamennsku og þarf aðili að vera oðrinn 18 ára til að sækja um.
Starfið felst í móttöku gesta, umhirðu gróðurhúss og afgreiðlsu, umhirðu útisvæðis og fræðslu til gesta.
Krafist er ríkrar þjónustulundar, sjálfstæðra vinnubragða og tungumálakunnáttu.
Unnið er á vöktum.
Nánari upplýsingar veitir Sigurdís L. Guðjónsdóttir forstöðumaður á netfangið tourinfo@hveragerdi.is
Sótt er um starfið á íbúagátt Hveragerðisbæjar undir umsóknir > mannauðsmál > sumarstarf í Hveragarði
Síðast breytt: 27. mars 2025
Getum við bætt efni síðunnar?