Hvatning til ríkisstjórnar vegna snjómoksturs á Heillisheiði
20.02
Frétt
Á fundi bæjarstjórnar 9. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn fram eftirfarandi bókun.
„Bæjarstjórn Hveragerðis skorar á ríkisstjórnina að veita auknu fjármagni til Vegagerðarinnar vegna snjómoksturs á Hellisheiði til að tryggja betri samgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlandsundirlendis.
Tryggja þarf öryggi vegfarenda, tryggja þarf greiðar samgöngur vegna sjúkraflutninga sem og aðgengi íbúa á Suðurlandi við höfuðborgarsvæðið þar sem fjöldi Sunnlendinga stundar sína atvinnu. Einnig skorar bæjarstjórn Hveragerðisbæjar á ríkisstjórnina að huga að framtíðarlausnum, á þessum fjölfarnasta vegkafla landsins, til að bæta megi umferðaröryggi.“
Síðast breytt: 20. febrúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?