Fara í efni

Húsnæðismarkaðurinn á Suðurlandi: Opinn fundur 27. september

Fimmtudaginn 27. september boðar Íbúðalánasjóður til opins fundar um stöðu húsnæðismála á Suðurlandi undir yfirskriftinni Ólíkar áskoranir. Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi milli klukkan 12:00 og 13:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og er fundurinn opinn öllum.

Dagskrá:

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs, fer yfir helstu áskoranir og tækifæri sveitarfélaganna á Suðurlandi í húsnæðismálum.

Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, fer ítarlega yfir stöðu og þróun húsnæðismarkaðarins á Suðurlandi.

Að erindum loknum verður boðið upp á umræður og spjall.

Haukur Ingibergsson, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, stýrir fundinum.

Skráðu þig á fundinn hér


Síðast breytt: 20. september 2018
Getum við bætt efni síðunnar?