Fara í efni

Minnkum geltið - gleðjum grannann !


Kæru hundaeigendur !

Með reglulegu millibili berast kvartanir til bæjarskriftstofu vegna hávaða sem geltandi hundar valda nágrönnum sínum.

Í ljósi þessa er rétt að rifja upp, enn og aftur, að samkvæmt 8. grein samþykktar um hundahald í Hveragerði skal sá sem hefur leyfi til að halda hund gæta þess vel að hundur hans valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna.

Eigandi hunds verður jafnan að hafa plastpoka meðferðis þegar hundurinn er viðraður til þess að þrífa upp eftir hann. Nauðsynlegt er að þrífa alltaf upp eftir hundinn á almannafæri. Það bitnar á öllum hundaeigendum ef einn hundaeigandi þrífur ekki upp eftir hundinn sinn.

Í 8. grein sömu samþykktar kemur fram að hundar mega aldrei ganga lausir á almannafæri, heldur vera í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum.

Lausagöngu hunda skal tilkynna til dýraeftirlitsmanns í síma 822-2299.

Það er gaman að eiga gæludýr. Dýrin okkar eru stór hluti fjölskyldunnar og okkur þykir vænt um þau. Pössum þess vegna að þau valdi ekki nágrönnum ama og óþægindum. Það er óþarfi og auðvelt að koma í veg fyrir slíkt sé vilji fyrir hendi.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

P.S. Fjölmargra gagnlegar síður má finna á veraldarvefnum um það hvernig kenna megi hundum að hætt að gelta ! Hér er dæmi um tvær slíkar.

https://www.akc.org/expert-advice/training/how-to-stop-a-dog-from-barking/

http://dyralaeknastofan.is/gelt-og-ylfur/


Síðast breytt: 9. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?