Opið ungmennaráð ræddi hátíðahöld
29.04
Frétt
Það vantaði ekkert upp á hugmyndirnar hjá unga fólkinu í Skjálftaskjóli þegar menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi heimsótti þau í opið ungmennaráð sl. þriðjudag. 

Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við þau um hátíðahöld í Hveragerði og fá fram skoðanir þeirra og hugmyndir á því hvað þau vildu helst sjá og gera á slíkum hátíðum.
Heimsóknin var bæði mjög ánægjuleg og gagnleg og augljóst er að í Hveragerði búa flott ungmenni sem eru tilbúin til að eiga samtal og ræða málin á málefnalegum nótum.
Ég þakka þeim sem tóku þátt í samtalinu og hugmyndavinnunni. Það væri gaman að fá að koma aftur í heimsókn í Bungubrekku og ræða fleiri mál við unga fólkið.
Framtíðin er björt!
Sigríður Hjálmarsdóttir
menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi
Síðast breytt: 29. apríl 2024
Getum við bætt efni síðunnar?