Hugmyndir að staðsetningum á grenndarstöðvum
23.06
Frétt
Til stendur að koma upp tveimur litlum hverfisstöðvum til sorpmóttöku. Þar verður tekið á móti þeim úrgangi sem óæskilegt er að henda í einhverja af þeim þremur tunnum sem eru við heimili svo sem gler og textílvörur. Umhverfisnefnd óskar því eftir hugmyndum að hugsanlegri staðsetningu stöðvanna og biður íbúa að senda sínar hugmyndir hér.
Hér fyrir neðan eru hugmyndir og kort að hugsanlegum staðsetningum á grendargámum, hægt er að velja þessa staðsetningar í eyðublaðinu eða koma með tillögu að annarri staðsetningu. En nauðsynlegt er að staðsetningin nýtist sem flestum, sé á landi bæjarins og valdi ekki íbúum óþarfa truflun.
Efst í Heiðmörk
Við innkeyrslu í Heiðarbrún
Reykjamörk bakvið Listasafnið
Síðast breytt: 29. júní 2022
Getum við bætt efni síðunnar?