Fara í efni

Hreinsunarátak

Dagana 22. maí til 4. júní verður sameiginlegt hreinsunarátak sveitarfélaga á Suðurlandi þar sem markmiðið er að bæta ásýnd umhverfisins í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli landsins. Einkunnarorð átaksins eru „Suðurland í sparifötin“ og ætlum við íbúar Hveragerðis að taka fullan þátt í því.

Ókeypis verður fyrir einstaklinga að losa rusl á gámasvæðinu í Bláskógum 14 þessa daga og hvetjum við íbúa til að nýta sér það.

Sérstök áhersla verður lögð á að koma járnarusli svo sem bílhræjum í endurvinnslu og minnum við því á að tekið er á móti bílum til förgunar á gámasvæðinu. Mögulegt er að óska eftir aðstoð við að fjarlæga bíla eða annað stærra járnarusl með því að hafa samband við bæjarskrifstofu í síma 483-4000.

Umhverfisfulltrúi


Síðast breytt: 18. maí 2018
Getum við bætt efni síðunnar?