Fara í efni

Hengill Ultra í tíunda sinn um helgina

Mynd af heimasíðu Hengils Ultra
Mynd af heimasíðu Hengils Ultra

Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldið í tíunda sinn 4-5. júní. Um 1350 keppendur taka þátt en þetta er stærsta utanvega hlaup Íslands. Undirbúningur gengur vel og má sjá grindur og merkingar í miðbænum og búið er að setja upp stjórnstöð fyrir mótsstjórn í Skátaheimilinu. Byrjunarreitur allra vegalengda verður við Skyrgerðina.

Tilvalið að bæjarbúar og gestir taki þátt, fylgist með hlaupurunum, skoði sýningasvæðið og heimsæki þjónustufyrirtæki bæjarins en fjölbreytt vöruúrval má finna í bænum og glæsilega veitingastaði.

Á meðan Hengill Ultra er í gangi þá breytist Hveragerði í hlaupa-karnival. Von er á hundruð gesta sem munu heimsækja bæinn og verður gaman að njóta þess sem fyrir augu ber. Það verður m.a. Expo sölusýning í íþróttahúsinu þar sem íþrótta og heilsutengd fyrirtæki verða með vörur til sýnis og sölu og eru allir velkomnir. Jón Jónsson söngvari mætir á sviðið á Miðbæjartorginu, tekur lagið og hvetur hlaupara áður en þeir leggja af stað í 10 og 26 km hlaupin. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta í miðbæinn og taka þátt í fjörinu.
Það er skynsamlegt að geyma bílinn heima á laugardaginn enda er von á mörgum utanaðkomandi gestum í bæinn.

Hlaupaleiðirnir eru skipulagðar í takt við náttúruna og eru mjög fallegar. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum. 25km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. 50km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 106km fara þá leið tvisvar og þrisvar fyrir 160km leiðina. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi göngu- og hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi og umgjörðin hér í miðbæ Hveragerðis sömuleiðis einstök.

 

Breiðamörk verður lokuð frá Þórsmörk að Skyrgerðinni á laugaredginum


Síðast breytt: 2. júní 2021
Getum við bætt efni síðunnar?