Fara í efni

Heimsókn til innviðaráðherra

Jón Friðrik, Geir, Sigurður Ingi, Jóhanna Ýr og Njörður
Jón Friðrik, Geir, Sigurður Ingi, Jóhanna Ýr og Njörður

Nýverið fóru fulltrúar bæjarstjórnar, þau Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir forseti bæjarstjórnar og Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi ásamt Geir Sveinssyni bæjarstjóra og Jóni Friðrik Matthíassyni byggingar- og mannvirkjafulltrúa Hveragerðis á fund Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra.

Vel fór á með fundaraðilum þar sem rædd voru málefni Hveragerðis, svo sem tilfærsla þjóðvegar fyrir neðan Hveragerði, húsnæðisátak Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á landsvísu sem Hveragerðisbær tekur þátt í auk mögulegrar tilfærslu á háspennulínum fyrir neðan þjóðveg, samhliða tilfærslu þjóðvegarins.

Voru aðilar sammála um að fundurinn hafi verið árangursríkur þar sem opnar og góðar umræður fóru fram.“


Síðast breytt: 17. nóvember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?