Fara í efni

Heimsókn þingmanna í kjördæmaviku

Heimsókn þingmanna í Hveragerði. Á myndina vantar fulltrúa Árborgar og Ölfuss sem höfðu þurft frá að…
Heimsókn þingmanna í Hveragerði. Á myndina vantar fulltrúa Árborgar og Ölfuss sem höfðu þurft frá að hverfa á næsta fund er myndin var tekin.

Kjördæmadagar eru 2.–5. október og verða því engir þingfundir á Alþingi þá vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Af því tilefni komu þingmenn Suðurlands í heimsókn til Hveragerðis og hittu nokkra bæjarfulltrúa sem og bæjarstjóra Hveragerðis, Árborgar og Ölfuss þar sem helstu mál þessara þriggja sveitarfélaga voru rædd.




Síðast breytt: 4. október 2023
Getum við bætt efni síðunnar?