Hafsteinn íþróttamaður Hveragerðis 2022
Á myndinni eru: Kristján Valdimarsson, Andri Helgason, Geir Sveinsson og Hafsteinn Valdimarsson íþróttamaður ársins 2022
Hafsteinn Valdimarsson blakmaður var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2022. Hann er fyrirliði blakliðs Hamars sem leikur í efstu deild. Hann fór fyrir liði sínu þegar liðið vann deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitil. Hafsteinn var einnig valin í A landslið BLÍ.
Alls voru 7 íþróttamenn tilnefndir í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2022 og fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.
Eftirfarandi íþróttamenn voru í kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2022:
- Atli Þór Jónasson fyrir góðan árangur í knattspyrnu
- Hrund Guðmundsdóttir fyrir góðan árangur í badminton
- Helga María Janusdóttir fyrir góðan árangur körfuknattleik
- Björn Ásgeir Ásgeirsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
- Fannar Ingi Steingrímsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
- Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
- Ragnheiður Brynjólfsdóttir fyrir góðan árangur í motocross
Alls voru 17 íþróttamenn sem fengu viðkenningu fyrir góðan árangur á árinu og hafa orðið íslandsmeistarar, bikarmeistarar eða verið valin landsliðshóp á árinu.
- Viðurkenningu fyrir góðan árangur í golfi fékk Erlingur Arthursson.
- Viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknattleik fengu Haukur Davíðsson, Birkir Máni Daðason, Lúkas Aron Stefánsson og Kristófer Kató Kristófersson.
- Viðurkenningu fyrir góðan árangur í blaki fengu Hafsteinn Valdimarsson, Kristján Valdimarsson og Haraldur Örn Björnsson.
- Viðurkenningu fyrir góðan árangur í fimleikum fengu Guðlaug Björg Ólafsdóttir, Írena Linddal Hallgrímsdóttir, Karen Edda Þórarinsdóttir, Karítas Gígja Helgadóttir og Mábil Smáradóttir og Steinunn Inga Örvar.
- Viðurkenningu fyrir góðan árangur í badminton fengu Úlfur Þórhallsson og Hrund Guðmundsdóttir.
- Viðurkenningu fyrir góðan árangur í motocross fékk Eric Máni Guðmundsson.