Fara í efni

Hafsteinn er íþróttamaður Hveragerðisbæjar 2019

Hafsteinn Valdimarsson,blakmaður, var valinn íþróttamaður Hveragerðisbæjar árið 2019.

Hafsteinn hefur stundað blak frá unga aldri.
Hann var fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki þegar það spilaði á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í sumar og hefur verið mikilvægur leikmaður í landsliðinu undanfarin ár. Hann hefur spilað erlendis til margra ára, fyrst í Danmörku en núna er hann leikmaður franska liðsins Calais og er þar einn af burðarásum liðsins.

Veittar voru viðurkenningar fyrir frábæran árangur íþróttamanna sem búsettir eru í Hveragerði á athöfn sem haldin var í Listasafni Árnesinga milli jóla og nýárs.

Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningar fyrir afrek sín á árinu, Íslandsmeistaratitil eða landsliðsverkefni:
* Margrét Guanbing Hu, Íslandsmeistari í badminton, tvíliðaleik unglinga
* Úlfur Þórhallsson, Íslandsmeistari í badminton, einliðaleik snáða
* Björn Ásgeir Ásgeirsson, landsliðsmaður í körfuknattleik U20 ára
* Úlfar Andrésson, landsliðsmaður í íshokký
* Hafsteinn Valdimarsson, landsliðsmaður í blaki
* Kristján Valdimarsson, landsliðsmaður í blaki

Reglur Hveragerðisbæja um viðurkenningar til íþróttamanna gera ráð fyrir að aðeins séu veittar viðurkenningar til íþróttamanna sem stunda grein innan vébanda ÍSÍ. Í ár var aðeins breytt út af vananum og Björgvini Karli Guðmundssyni veitt viðrkenning fyrir sinn árangur í Crossfit. Björgvin Karl, lenti í 3 sæti á heimsmeistaramóti í Crossfit, sigraði einnig Reykjavik Crossfit Championship í apríl síðastliðinn og hefur einnig átt frábæran árangur í keppnum erlendis.

Sjö einstaklingar hlutu tilnefningu til íþróttamanns Hveragerðis þetta árið og voru eftirfarandi:
* Bjarki Rúnar Jónínuson, Knattspyrnumaður
* Björn Ásgeir Ásgeirsson, körfuknattleiksmaður
* Erlingur Arthúrsson, golfmaður
* Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður
* Margrét Guanbing Hu, badmintonmaður
* Rakel Hlynsdóttir, lyftingamaður
* Úlfar Jón Andrésson, íshokkýmaður.

Að þessu sinni var það svo Hafsteinn Valdimarsson sem valinn var íþróttamaður Hveragerðisbæjar árið 2019.

Hafsteinn var fyrirliði íslenska landsliðsins þegar það spilaði á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í sumar. Hann er einnig leikmaður í franska liðinu Calais og er þar einn af burðarásum liðsins.

Hveragerðisbær óskar öllu þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með árangurinn á árinu.

Aldís Hafsteinsdóttir,
Bæjarstjóri


Síðast breytt: 14. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?