Gróður og garðar - fræðslukvöld
Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar stendur fyrir fræðslukvöldi um gróður og garðrækt þriðjudaginn 15. maí næstkomandi í sal Grunnskólans í Hveragerði. Hefst fræðslukvöldið kl. 18:30.
Þrír sérfræðingar, hver á sínu sviði, munu halda erindi:
18:30 Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands, mun fjalla um hönnun og skipulag heimilisgarðsins.
19:30 S. Embla Heiðmarsdóttir, umhverfisskipulagsfræðingur, mun fjalla um notkun fjölæringa í heimilisgörðum.
20:30 Auður Ingibjörg Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, mun fjalla um ræktun matjurta í heimilisgarðinum.
Allir áhugamenn um garðyrkju eru boðnir hjartanlega velkomnir. Athugið að hægt er að mæta og hlýða á öll erindin eða velja eitthvert þeirra.
Boðið verður uppá veitingar á fundinum.
Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar.