Fara í efni

Gönguskíðabraut á golfvellinum

Um 700 metra gönguskíðabraut hefur verið troðin á golfvellinum.
Um 700 metra gönguskíðabraut hefur verið troðin á golfvellinum.

Starfsmenn Golfvallar Hveragerðis hafa troðið tvö gönguspor á golfvellinum og er brautin um 700 metrar. Það skefur hratt í en reynt verður að halda þeim við eins og hægt verður næstu daga. Grunnt er á einum stað en þetta er á grasi svo það ætti ekki að gera neitt nema hægja á.

Það er kjörið að taka fram gönguskíðin og kíkja á brautina á golfvellinum í dag og næstu daga. 


Síðast breytt: 30. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?