Fara í efni

Góð heimsókn á bæjarskrifstofu


Árlega hafa nemendur í 2. bekk við Grunnskólann í Hveragerði heimsótt bæjarstjóra og bæjarskrifstofuna. Er heimsóknin liður í verkefni um Hveragerði og nærsamfélagið en krakkarnir heimsækja einnig fyrirtæki, söfn og aðrar stofnanir í bænum. Þannig fræðast þau um bæinn sinn og mannlífið sem hér er, en einnig um umhverfi og sögu bæjarins.

Á bæjarskrifstofunni var haldinn fundur í fundarsal bæjarstjórnar með hinum ungu nemendum þar sem bæjarstjóri fór yfir ýmsar athyglisverðar staðreyndir varðandi bæjarfélagið. Einnig komu nemendurnar með ábendingar um það sem betur mætti fara auk þess sem þau sögðu frá því sem þau eru ánægð með. Voru nemendurnir til mikillar fyrirmyndar og höfðu skemmtilegar skoðanir á því sem rætt var um.

Að lokum fengu nemendurnir veitingar áður en farið var í skoðunarferð um skrifstofuna og meðfylgjandi myndir voru teknar af hópunum


Síðast breytt: 23. apríl 2018
Getum við bætt efni síðunnar?