Hagnýt ráð til foreldra - Information for parents!
Online parenting tips during Covid 19
Parenting for Lifelong Health provides open-access online parenting resources during COVID-19. Link to 35 languages and more are expected soon.
Góð ráð og ábendingar til foreldra á tímum Covid-19
Margvíslegt álag hvílir á foreldrum um þessar mundir en takmarkanir á skóla- og frístundastarfi ásamt því að margir foreldrar vinna nú heima leiðir af sér mikla röskun á daglegu lífi fjölskyldna. Foreldrar eru í flóknu hlutverki við að samræma vinnu inni á heimili, nám barna og samveru með fjölskyldunni. Á sama tíma eru margir að glíma við áhyggjur af heilsufari, efnahag og atvinnu.
Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.
Hér er tengill að upplýsingum og hagnýtum ráðum til foreldra - endilega kíkið á þetta.
Parenting information on 35 different languages.