Fara í efni

8. febrúar - Fyrirlestrar um umhverfismál

Fimmtudaginn 8. Febrúar verða haldnir tveir fyrirlestrar um umhverfismál í sal grunnskóla Hveragerðis. Þar mun Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur halda erindi meðal annars um stöðu umhverfismála á suðurlandi. Fulltrúi Gámaþjónustunnar, sem sér meðal annars um sorphirðu í bænum mun síðan halda erindi um sorpmál í Hveragerði og starf fyrirtækisins

Dagskráin verður sem hér segir

19.00 – 19.45 Stefán Gíslason – umhverfismál á suðurlandi og í víðara samhengi
19.45 – 19.55 spurningar og umræður
19.55 – 20.05 Kaffihlé
20.05 – 20.50 Fulltrúi Gámaþjónustunnar – sorpmál í Hveragerði
20.50 – 21.00 spurningar og umræður

Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta á þessa áhugaverðu fyrirlestra!

Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 26. janúar 2018
Getum við bætt efni síðunnar?