Fara í efni

Fuglatónleikar Valgeirs Guðjónssonar

Eru Fuglar líka fólk?

Þegar himinbirtan tekur að lýsa upp auðlindir jarðar og náttúru og fuglarnir leika undir með kvaki og krunki er tími „Fuglatónleika“ á næstu grösum sem verða nú haldnir í fimmta sinn.

Tónskáldið Valgeir Guðjónsson myndar tón og textabrú frá Eyrarbakka til Hveragerðis þar sem ljóðskáldið Jóhannes úr Kötlum hafði búsetu. Fuglatónleikar með lögum Valgeirs og ljóðum Jóhannesar eru í raun óður til náttúrunnar þar sem skerpt er á vitund um mikilvægi þess að hlú að þeirri viðkvæmu auðlind sem náttúran er í allri sinni mynd. Það hefur sýnt sig að kvæðin, frásagnirnar og lögin höfða til fólks á öllum aldri og hafa undantekninglaust lyft brúnum gesta.

Valgeir mun flytja fuglatónleikana í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á skírdag 18.apríl kl 16:00

Aðgangur: 1.500 frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum

Allir velkomnir !


Síðast breytt: 26. mars 2019
Getum við bætt efni síðunnar?