Fara í efni

Friðlýsing Reykjadals undirbúin

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir afstöðu Hveragerðisbæjar til mögulegrar fríðlýsingar friðlýsingar Reykjadals. Jafnframt hefur stofnunin óskað eftir því að bæjarstjórn tilnefni aðila í samráðshóp um friðlýsingu svæðisins.

Á fundi bæjarráðs þann 4. október s.l. var eftirfarandi samþykkt samhljóða:

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en ljóst er að umferð um Reykjadal hefur aukist gríðarlega með tilheyrandi álagi á umhverfið. Mikilvægt er að friðlýsing verði unnin í góðu samstarfi við landeiganda, sveitarfélögin Hveragerði og Ölfus og aðra hagaðila og að hagsmunir náttúrunnar og þeirra sem hennar vilja njóta verði hafðir í öndvegi.

Á sama fundi fól bæjarráð Eyþóri H. Ólafssyni, forseta bæjarstjórnar að sitja samráðshópi er undirbúi mögulega friðlýsingu.


Síðast breytt: 12. október 2018
Getum við bætt efni síðunnar?