Fréttir frá stuðningsþjónustu og eldri borgurum
Niðurgreiðsla garðsláttar fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustunnar verður á tímabilinu 15. maí – 31. ágúst sem nemur 50% af heildarreikning en þó að hámarki 8.000 kr. fyrir hvert skipti.
Heimsendur matur hækkaði um áramótin í 1540 kr. frá Ási dvalar- og hjúkrunarheimili.
Heilsugæslan í Hveragerði verður lokuð vegna framkvæmda frá 27. maí – 2. september og færir starfsemi sína til Þorlákshafnar á meðan.
Heilsuefling 60+ hefur gengið vonum framar og mikil ánægja er með verkefnið. Æfingar hafa verið þrisvar í viku í Skólamörk 6. Mögulegar breytingar verða yfir sumartímann sem verða auglýstar fljótlega á heimasíðu bæjarins hveragerdi.is og facebook síðu hópsins Heilsuefling 60+ Hveragerði.
Félag eldri borgara verður með opið hús í Þorlákssetri laugardaginn 17. ágúst á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Nánari auglýsing kemur síðar á heimasíðu félagsins www.hvera.net
Reglur um akstursþjónustu eldri borgara má nálgast inn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is. Reglurnar hafa nýlega verið uppfærðar og geta handhafar aksturskorta nú ráðstafað 16 ferðum á mánuði innan Hveragerðis.
Gleðilegt sumar og hafið það sem allra best.