Fara í efni

Framkvæmdir í Laugaskarði á lokametrunum

Bæjarfulltrúarnir Bryndís Eir, Jóhanna Ýr og Njörður ásamt Aldísi, bæjarstjóra og Ólafi Óskarssyni a…
Bæjarfulltrúarnir Bryndís Eir, Jóhanna Ýr og Njörður ásamt Aldísi, bæjarstjóra og Ólafi Óskarssyni aðalverktaka við framkvæmdina.

Bæjarráð heimsótti nýverið Sundlaugina Laugaskarði en þar eru framkvæmdir nú á lokametrunum við endurnýjun búningsklefa.  Hvert sem litið er í húsinu eru iðnaðarmenn að störfum og ljóst að þessu flókna verki er að ljúka.  Flísalögn er lokið í búningsklefum en unnið er að flísalögn í tveimur fjölnotaklefum sem teknir verða í notkun um leið og sundlaugin opnar á ný.  Verið er að vinna að tengingu loftræstingar og frágangi í kringum göngubrú sem var endurbyggð að öllu leyti.  Á næstu dögum verður ráðist í lóðafrágang við inngang sem og fyrir framan nýjan sjúkraklefa sem settur hefur verið upp í vesturenda hússins.  Þar undir skjólgóðum sunnanveggnum mun þá um leið myndast nýtt og stærra sólbaðssvæði en eins og allir vita sem sótt hafa sundlaugina Laugaskarði heim á góðviðriðsdegi þá myndast þar gjarnan suðræn stemning með sól og hita.  Opnun sundlaugarinnar hefur dregist vegna aukaverka en nú er gert ráð fyrir að sundlaugin muni opna á ný þann 11. júlí n.k.. 

Það eru fleiri en heimamenn sem bíða með óþreyju eftir að sundlaugin opni.  En þetta innslag birtist í Landanum nýlega og þar er farið vel yfir þær framkvæmdir sem eru í gangi.   

Meðfylgjandi myndir voru teknar á svæðinu og sýna vel stöðu framkvæmda.  


Síðast breytt: 2. júlí 2021
Getum við bætt efni síðunnar?