Fara í efni

Fræðslu- og velferðarþjónusta í Hveragerði

Nú um mánaðarmótin hefur starfsemi í Hveragerði nýtt svið fræðslu- og velferðarþjónustu sem hingað til hefur að mestu leyti verið innan skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, SVÁ.

SVÁ, sem er samlag 7 sveitarfélaga í Árnesþingi er að taka breytingum og munu sveitarfélögin Ölfus og Hveragerði ganga úr samlaginu frá og með 01.03.2023 og halda sjálft utan um sína þjónustu.

Hlutverk sviðsins er að halda utan um fjölbreytta málfokka fjölskyldunnar, svo sem skóla og leikskólamál, frístund og alla félagslega þjónustu bæjarins.

Af því tilefni hefur verið sett saman öflugt teymi sérfræðinga sem veita mun íbúum Hveragerðis þá þjónustu sem nauðsynleg er og verður starfsemin til húsa að Fljótsmörk 2 eða við hlið bæjarskrifstofanna.

Hveragerðisbær mun kappkosta við að veita íbúum bæjarins góða og öfluga þjónustu þar sem þarfir íbúanna eru hafðar að leiðarljósi.


Síðast breytt: 27. febrúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?