Fara í efni

Frá bæjarstjóra

Mynd: Birgir Helgason
Mynd: Birgir Helgason

Kæru bæjarbúar,

Að gefnu tilefni í ljósi nýjustu tíðinda af póstþjónustu Hveragerðisbæjar þá er mikilvægt að það komi fram að um er að ræða einhliða ákvörðun Póstsins sem Hveragerðisbær á enga aðkomu að og getur engin áhrif haft á.

Það er vissulega bagalegt að Pósturinn hafi tekið þá ákvörðun að segja upp verk- og þjónustusamningi við Hveragerðisbæ vegna fyrirhugaðra breytinga á póstþjónustu, ekki eingöngu í Hveragerði heldur mjög víða um allt land, enda samstarfið verið gott og sú þjónusta sem Upplýsingamiðstöðin hefur veitt íbúum bæjarins verið til fyrirmyndar.

Samstarfinu mun þó ekki ljúka á næstunni þar sem sá verksamningur sem fyrir liggur gildir til loka ágúst 2023 og mun því gefast tækifæri á næstu mánuðum að tryggja að þjónusta Póstsins og Upplýsingarmiðstöðvarinnar verði góð sem endranær og þær breytingar sem þessu fylgi hafi sem minnst áhrif.

Í öllum breytingum felast tækifæri og er því mikilvægt að sjá fyrirhugaðar breytingar í því ljósi.

Annars er það meðal annars að frétta að þann 01.03.sl tók til starfa öflugt fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar sem leysir af hólmi skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings/SVÁ sem hingað til hefur að mestu leiti haldið utan um skóla-og félagsmál bæjarins.

Sviðið er skipað öflugu fólki sem ætlað er að halda utan um þjónustuna og munum við kappkosta við að veita bæjarbúum eins góða þjónustu og kostur er með þarfir þeirra að leiðarljósi.

Í lokin má nefna að í næstu viku eða fimmtudaginn 09.03. n.k. eru lok skilafrests á gögnum, tillögum og verðtilboði í fyrirhugaða byggingu Hamarshallarinnar og þann 23.mars verður kynning á niðurstöðum matsnefndar og opnun verðtilboða. Verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður.

Geir Sveinsson


Síðast breytt: 3. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?