Fara í efni

Óskað er eftir forstöðumanni frístundaskóla og félagsmiðstöðvar

Forstöðumaður frístundaskóla og félagsmiðstöðvar Óskað er eftir drífandi, hugmyndaríkum og ábyrgum einstaklingi til að leiða starf barna og unglinga í Hveragerði.

Starfsvið:

  • Yfirumsjón með starfsemi Bungubrekku, Bungubrekku
  • Þátttaka í stefnumótun til framtíðar í málaflokkum.
  • Forstöðumaður leiðir uppbyggingu og skipulagningu. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Í Bungubrekku er:

  • Frístundaheimili grunnskólans, Skólasels. Þar er veitt þjónusta fyrir börn í 1.-4. bekk eftir að skóla lýkur á daginn. Hlutverk frístundaskólans er að skapa yngstu nemendum grunnskólans tryggan samverustað eftir að skóla lýkur.
  • Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól. Þar er boðið upp á félagsstarf fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára í frítíma þeirra. Lögð er áhersla á að ná til sem flestra og bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni.
  • Íþrótta- ogævintýranámskeið. Á sumrin er boðið upp á heilsdagsnámskeið fyrir 5-11 ára börn þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, sköpun og útiveru.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði,uppeldismenntun eða sambærilega menntun. Reynsla af stjórnun er æskileg, en reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum er skilyrði auk almennrar tölvukunnáttu.

Umsóknarfrestur er til og með 1. september nk. Gengið verður frá ráðningum fljótlega, Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.11-13.

Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá nánar www.stra.is

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr.

  1. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2.mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Síðast breytt: 16. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?