Forstöðumaður stuðningsþjónustu Hveragerði - laus staða
Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað og áhuga til að leiða starf stuðningsþjónustu Hveragerðisbæjar og taka þátt í mótun þjónustunnar til framtíðar. Unnið er eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um málefni aldraðra og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. Starfið krefst mikils sjálfstæðis, frumkvæðis og hæfni til að byggja upp sterka liðsheild.
Helstu verkefni:
- Ber ábyrgð á daglegum rekstri og skipulagningu á starfseminni.
- Stýrir faglegu starfi og þróar innra starf í samræmi við stefnu bæjarins.
- Ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárhagsáætlun.
- Sér um mannauðsmál og skipulag vakta og vinnutíma starfsfólks.
- Sér til þess að til staðar séu áætlanir um framkvæmd þjónustunnar, að þær séu endurskoðaðar reglulega og þeim framfylgt við framkvæmd þjónustunnar.
- Stuðlar að og styður við þverfaglegt samstarf í einstökum málum með það að markmiði að tryggja samþætta þjónustu og snemmtækan stuðning.
- Er í samstarfi og samvinnu við lykilstofnanir innan sem utan sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi .
- Þekking og reynsla af þjónustu við fólk með fötlun og/eða eldra fólki er skilyrði.
- Haldbær reynsla af mannaforráðum, rekstri og áætlanagerð æskileg.
- Reynsla af breytingastjórnun, umbótastarfi og skipulagi teymisvinnu er góður kostur.
- Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á og starfa í anda þeirra meginhugmynda er birtast í lögunum sem um þjónustuna gilda.
- Framúrskarandi íslenskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
- Góð kunnátta í öðru tungumáli er kostur.
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, góðir skipulagshæfi leikar og lausnamiðuð nálgun í starfi.
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður.
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Erna H. Sólveigardóttir deildarstjóri Velferðarþjónustu í gegnum tölvupóstfangið erna@hveragerdi.is
Sótt er um starfið með almennri starfsumsókn á íbúagátt Hveragerðisbæjar
Fylgiskjöl umsóknar eru greinagóð ferilskrá ásamt kynningabréfi vegna umsóknar um starfi ð þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.