Fara í efni

Foreldragreiðslur í boði frá 1. október

Mynd: Birgir Helgason
Mynd: Birgir Helgason

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að greiða sérstakar foreldragreiðslur frá og með 1. október nk.

Greiðslurnar eru fyrir foreldra barna frá 12 mánaða aldri sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri en eru búnir að leggja inn umsókn um leikskóladvöl. Greiðslur falla niður þegar barn fær vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldri.

Foreldragreiðslur verði eftirágreiddar, fyrir 10. dag hvers mánaðar.  Umsókn skal berast fyrir 25. dag þess mánaðar sem foreldragreiðslur hefjast. Greiðslur hefjast næsta mánuð eftir að barn verður árs gamalt. Upphæð foreldragreiðslna verði kr. 110.000 á mánuði fyrir hvert barn.

Foreldragreiðslur eru bundnar því að barn og annað foreldri séu með lögheimili í Hveragerði. Við flutning á lögheimili úr sveitarfélaginu falla foreldragreiðslur niður frá og með sama degi.

Sækja skal um foreldragreiðslu í gegnum íbúagátt hér

 

 


Síðast breytt: 20. september 2022
Getum við bætt efni síðunnar?