Fara í efni

Fjórtán sveitarfélög innleiða Borgað þegar hent er kerfi

Ásamt Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur Samband íslenskra sveitarfélaga farið af stað með innleiðingarverkefni þar sem markmiðið er innleiðing á kerfi innheimtu vegna meðhöndlunar úrgangs sem nefnist Borgað þegar hent er kerfi.

Leiðin sem farin verður í þessu verkefni snýst um að innheimt verði eftir rúmmáli og gerð úrgangs við heimili. Rekstur grenndar-, söfnunar- og móttökustöðva verður áfram fast gjald. Innheimt verður þá fyrir hvert ílát í gegnum Álagningakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Fjórtán sveitarfélög taka þátt en öllum sveitarfélögum bauðst þátttaka í verkefninu.

Um áramótin tóku gildi lagabreytingar þar sem sveitarfélögum er gert að koma því þannig fyrir að innheimta verði sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs og að fast gjald skuli takmarkast við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi. Sveitarfélög þurfa að taka skref frá því að nota kerfi sem reiknar og innheimtir fast gjald, í að nota kerfi sem er sniðið að því magni og tegund úrgangs sem hver og einn lætur frá sér.

Sveitarfélögin sem taka þátt eru:
Árborg Hveragerðisbær
Bláskógarbyggð Sveitarfélagið Skagaströnd
Borgarbyggð Súðavíkurhreppur
Flóahreppur Tálknafjarðarhreppur
Grundarfjarðarbær Vesturbyggð
Sveitarfélagið Hornafjörður Vopnafjarðarhreppur
Hvalfjarðarsveit Sveitarfélagið Ölfus

 

Frekari upplýsingar um BÞHE má finna á vefsíðu sambandsins.

Frétt af heimasíðu Sambandsins:

 

Síðast breytt: 23. janúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?