Fara í efni

Fjölskylduvænt samfélag

Bæjarstjórnar samþykkti á fundi sínum þann 7. júní að ein klukkustund á dag verði gjaldfrjáls í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022.

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar læra börnin á skapandi hátt og í gegn um leik allt milli himins og jarðar. Sveitarfélögin bera meginábyrgð á skólahaldi, byggingu og reksturs leikskóla. Sveitarfélögunum er einnig skylt að tryggja börnum dvöl á leikskóla og mikilvægt er að öll börn hafi tækifæri á því að sækja fyrsta skólastigið sem leikskólinn er.

Í málefnasamningi meirihlutans kemur skýrt fram að vilji sé til að létta undir með barnafjölskyldum og stefnir meirihlutinn á 6 tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl í skrefum á kjörtímabilinu.


Síðast breytt: 15. júní 2022
Getum við bætt efni síðunnar?