Fjölbreytt dagskrá á "Blómstrandi dögum".
Velkomin á Blómstrandi daga í Hveragerði 17. - 20. ágúst
Frábær tónlistarveisla og fjör alla helgina.
Það er skemmtileg stemning þegar hin árlega bæjarhátíð er í bænum. Það verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og margt í boði. Markaðstorg með grænmeti, handverki og bókum ásamt fjölbreyttum sýningum eru áberandi. Einnig verða opnar vinnustofur og gallerí hjá fjölmörgum listamönnum.
Fjölskyldudagskrá verður í Lystigarðinum þar sem koma fram tónlistarmenn úr bænum, Hljómlistarfélag Hveragerðis, Vegan klíkan, Björgvin Frans og Bíbí, Diskótekið Dísa og Leikhópurinn Lotta
Síðan má skemmta sér í veltibílnum, aparólu, vatnabolta, bubble bolta, tívolí o.fl.
Ísdagurinn hefur mikið aðdráttarafl en það verður gaman að smakka allskyns furðubrögð og fleiri tegundir þegar Kjörís heldur sína árlegu hátíð en þar verður einnig skemmtidagskrá á sviði og kraftakeppni með Hjalta Úrsus.
Fleiri þjónustufyrirtæki í bænum bjóða uppá dagskrá.
Vönduð tónlistardagskrá verður alla dagana þar sem m.a. Ágústa Eva, Jónas Sig og Ritvélarnar og Hörður Torfason koma fram.
Hin árlega brenna og brekkusöngur verður í Lystigarðinum á laugardagskvöldinu og stórglæsileg flugeldasýning sem engin má missa af.
Hljómsveitin Made in Sveitin leikur á Blómadansleiknum.
Það er tilvalið að heimsækja bæinn og njóta þess sem er í boði.
Við bjóðum alla velkomna.