Fegurstu garðar Hveragerðis 2023.
Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar 2023.
Dalsbrún 1
Garðurinn er í eigu hjónanna Bjarkar Þórisdóttur og Guðmundar Inga Ingasonar og hafa þau búið þar síðan snemma árs 2021.
Garðurinn er frekar nýr og ekki mjög stór en mjög vel skipulagður. Plöntuval í garðinum er fjölbreytt og á hver planta sinn stað, mikil fjölbreytni er í garðinum og mikið að skoða þrátt fyrir smæðina. Í garðinum er falleg lítil tjörn en að henni liggur „lækur“ úr hvítum skrautsteinum sem gefa garðinum einstakt yfirbragð. Pallar eru rúmgóðir, vistlegir og vel skipulagðir og er greinilegt að þeir nýtast garðeigendum vel
Kambahraun 53
Garðurinn er í eigu hjónanna Kristins Jóns Kristinssonar og Stefaníu Ólafsdóttur. Þau hafa búið þar síðan 2016
Garðurinn er vel skipulagður og fallega skipt í svæði þar sem plöntutegundir eru margar og sérstakar, þar sem blandast saman sígrænar tegundir og laufplöntur á einstaklega skemmtilegan hátt. Hver plöntuhópur á sinn stað og gerir það að verkum að einhvað nýtt blasir við hverju horni. Skemmtilegar hleðslur eru einnig í garðinum sem gefur honum fallegan stíl.
Lyngheiði 1
Garðurinn er í eigu hjónanna Áslaugar Einarsdóttur og Péturs Reynissonar en þau hafa búið þar frá árinu 1995.
Garðurinn er mjög gróin eldri garður, hann er tegundamargur bæði hvað varðar fjölæringa, runna og tré. hann flæðir vel og leiðir fólk áfram í gegnum mismunandi en fjölbreitt svæði. Einstaklega fallegar hleðslur eru í garðinum sem ramma inn afar falleg og fjölbreitt fjölæringabeð. Pallar og garðskálar eru úthugsaðir og falla einstaklega vel að garðinum og er greinilegt að þetta eru rími til að dveljast í og njóta.
Sunnudaginn 20.08.2023 frá kl. 15:00-17:00 verða verðlaunagarðarnir til sýnis.
Verða garðarnir opnir gestum og gangandi og verður heitt á könnunni.
Við hvetjum ykkur að kíkja við og skoða þessa glæsilegu garða.