Eric Máni Guðmundsson er Íþróttamaður Hveragerðis 2023
Það var Eric Máni Guðmundsson sem kjörinn var Íþróttamaður Hveragerðis árið 2023 fyrir framúrskarandi árangur í motocrossi.
Eric Máni er 16 ára gamall og var að klára fimmta keppnissumarið sitt þar sem hann nældi sér í þriðja Íslandsmeistaratitilinn á ferlinum. Hann vann allar keppnir sumarsins. Að auki er hann í landsliðinu undir 21 árs. Eric Máni fór að æfa hjá Motocrossdeild UMFS sumarið 2023 og er öðrum góð fyrirmynd í sportinu.
Eric Máni er staddur í æfingaferð á Spáni og því tók amma hans, Sigríður Kristjánsdóttir, við viðurkenningunni fyrir hans hönd.
Fimm aðrir íþróttamenn voru tilnefndir til Íþróttamanns Hveragerðis úr mismunandi íþróttagreinum:
Badmintondeild
Úlfur Þórhallsson hefur átt gott ár og tekið jöfnum framförum. Hann er fyrirmynd ungra badmintonspilara innan vallar sem utan.
Blakdeild
Hafsteinn Valdimarsson var lykilmaður í liði Hamars sem varð bikar- og deildarmeistari á árinu. Hann lék einnig með landsliði Íslands sem tók þátt í smáþjóðamóti í júní en þar náði liðið þriðja sæti í mótinu. Hann hefur verið lykilleikmaður í sínum liðum og er til mikillar fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.
Körfuknattleiksdeild
Björn Ásgeir Ásgeirsson stóð sig mjög vel í úrslitakeppninni í fyrstu deildinni í vor og átti stóran þátt í að koma Hamri aftur í efstu deild. Hann hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili og átt mjög góða leiki í Subway deildinni.
Knattspyrnudeild
Brynjar Óðinn er fyrsti iðkandinn hjá Knattspyrnudeild Hamars til að vera valinn í keppnishóp U15 landsliðsins.
Lyftingafélagið Hengill
Anna Guðrún Halldórsdóttir var að koma aftur til keppni eftir tveggja ára hlé. Hún keppti á jólamóti LSÍ sunnudaginn 17. Desember sl. Þar setti hún Íslandsmet þegar hún snaraði 54 kg sem hún bætti svo í lyftu nr. 3 þegar hún snaraði 57 kg. Einnig setti hún met meö öllum þremur lyftunum í jafnhendingu, fyrst með 73 kg, svo 77 kg og loks 80 kg. Anna Guðrún, sem fædd árið 1969, á því í dag Íslandsmet í snörun, jafnhendingu og samanlögðu í öllum aldursflokkum frá 35 ára í 87 kílóa flokki kvk.
Einnig voru veittar viðurkenningar til þeirra sem hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitla á árinu auk þeirra sem hafa verið valdir í landslið. Eftirfarandi íþróttamenn hlutu slíkar viðurkenningar:
Kristján Valdimarsson
Bikarmeistari BLÍ og valinn í A-landslið BLÍ
Hafsteinn Valdimarsson
Bikarmeistari BLÍ og valinn í A-landslið BLÍ
Haraldur Örn Björnsson
Bikarmeistari BLÍ
Brynjar Óðinn Atlason
Valinn í landslið KSÍ U-15
Kristján Hlíðdal Gunnarsson
Valinn í landslið KKÍ U-15
Helga María Janusdóttir
Valin í landslið KKÍ U-20
Lúkas Aron Stefánsson
Valinn í landslið KKÍ U-18
Halldór B. Halldórsson
Valinn í landslið KKÍ U-16
Annað landsliðsfólk frá Hveragerði:
Hannes Hermann Mahong Magnússon
Valinn í landslið Íslands í Karate í Fylki
Eric Máni Guðmundsson
Valinn í landslið Íslands í motocross umf. Selfoss
Erlingur Arthúrsson
Valinn í landslið eldri kylfinga golf, GHG
Úlfar Jón Andrésson
Valinn í landslið ÍHÍ íshokkí, Fjölnir
Birkir Máni Daðason
Íslands- og bikarmeistari KKÍ, ÍR
Innilegar hamingjuóskir til alls þessa glæsilega íþróttafólks!