Endurnýtum - Rauði krossinn með fatasölu
08.02
Frétt
Það er opið hjá Rauða krossinum, Hveragerðisdeild, alla fimmtudaga milli kl. 13:00 - 16:00 að Mánamörk 1.
Þar er hægt að kaupa afar ódýran fatnað bæði fyrir börn og fullorðna. Nú má finna þar ýmislegt vandað og gagnlegt fyrir vetrarríkið sem hér er.
Einnig hafa duglegu konurnar í Rauða krossdeildinni hér í bæ prjónað alls konar sem við hin getum keypt á lítinn pening, sokka, vettlinga, peysur og ýmislegt fleira. Verslum í heimabyggð, tökum þátt í hringrásarhagkerfinu, endurnýtum, spörum pening og verndum jörðina okkar um leið og við styðjum afar gott málefni. Svo er svo notalegt að kíkja við hjá þeim - núvitund fylgir með í kaupbæti!
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri
Síðast breytt: 8. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?