Fara í efni

Engin utankjörfundar atkvæðagreiðsla í Hveragerði

Eftirfarandi er tilkynning frá Sýslumanni Suðurlands:

S V E I T A R S T J Ó R N A R K O S N I N G A R

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin. Hægt er að greiða atkvæði á öllum starfsstöðvum embættis sýslumannsins á Suðurlandi. Starfsstöðvar sýslumanns eru á Höfn, í Vík, á Hvolsvelli og á Selfossi.

Ekki er fyrirhugað að halda utankjörfundaratkvæðagreiðslur á fleiri kjörstöðum á Suðurlandi en á starfsstöðvum sýslumanns.


Því er ljóst að ekki verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla á skrifstofu Hveragerðisbæjar eins og verið hefur í Alþingiskosningum undanfarið.

Hægt er að kjósa utankjörfundar á skrifstofu sýslumanns Suðurlands við Hörðuvelli 1 á Selfossi. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að kjósa á skrifstofu embættis Sýslumanns höfuðborgarsvæðisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á opnunartíma embættisins, frá kl. 8:30 til 15:00 á virkum dögum. Einnig er opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00.

Lokað er á uppstigningardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí.

Um breytingar sem kunna að verða á opnunartímum má sjá heimasíðu embættisins á https://www.syslumenn.is/


Síðast breytt: 4. maí 2018
Getum við bætt efni síðunnar?