Fara í efni

Ecoli smit á Óskalandi

Staðfest hefur verið ecoli smit í barni sem byrjaði í aðlögun sl. mánudag i leikskólanum Óskalandi. Barnið var í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík.

Barnið var í Óskalandi á mánudag og þriðjudag.

Er staðfesting barst leikskólanum á fimmtudag var strax ákveðið að loka deildunum tveimur í útistofum á lóð Óskalands til að tryggja öryggi allra og að hægt væri að sótthreinsa og þrífa báðar deildirnar. Engin önnur tilkynning um smit hefur borist leikskólanum og þarf ekki að loka öðrum deildum vegna þessa. Barninu heilsast þokkalega vel og er undir eftirliti lækna.


Síðast breytt: 25. október 2024
Getum við bætt efni síðunnar?