Fara í efni

Dalsbrún-Hjallabrún-Hólmabrún, deiliskipulagstillaga

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrúnar, Hjallabrúnar og Hólmabrúnar í Hveragerði.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 8. desember sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrúnar, Hjallabrúnar og Hólmabrúnar, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast til suðurs af Sunnumörk, til vesturs af Heiðarbrúnarhverfi, til norðurs af Þelamörk og til austurs af opnu svæði meðfram Varmá. Helsta breytingin er að við Hjallabrún verða parhúsalóðir í stað einbýlishúsalóða. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunni Sunnumörk 2, frá og með mánudeginum 9. janúar til þriðjudagsins 21. febrúar 2017. Tillagan er einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík og á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi miðvikudaginn 22. febrúar 2017 annað hvort á bæjarskrifstofu Hveragerðis Sunnumörk 2 eða á netfangið: gfb@hveragerdi.is

Dalsbrún, Hjallabrún - Hómabrún

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 4. janúar 2017
Getum við bætt efni síðunnar?