Dagskrá þjóðhátíðardags Íslendinga, 17. júní
Dagskrá þjóðhátíðardags Íslendinga, 17. júní
Bæjarbúar draga fána að húni
10:00-18:00 - Ratleikur fyrir fjölskylduna
Skemmtilegur ratleikur með nútímalegu sniði fyrir fjölskylduna. Mætið með símana.
Lagt af stað frá skátaheimilinu Breiðumörk 22.
Popp og candyfloss í Lystigarðinum í frá kl. 15:00–17:00.
Umsjón: Skátafélagið Strókur
13:30 - Skrúðganga um bæinn til hátíðarsvæðis á Fossflöt
Lagt af stað frá horninu á Heiðmörk og Laufskógum úr vesturbænum og frá horninu á Grænumörk og Heiðmörk úr austurbænum.
Umsjón: Skátafélagið Strókur
14:00 - Hátíðardagskrá í Lystigarðinum Fossflöt
- Séra Sigríður Munda Jónsdóttir flytur hugvekju
- Ávarp forseta bæjarstjórnar
- Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar
- Hátíðarræða útskriftarnema
- Tónlistaratriði
- Fjallkonan les upp ljóð
15:00 - 17:00 - Félagar frá Ljúfi bjóða börnum á hestbak við Félagsheimilið þeirra í Reykjadal
Umsjón: Hestamannafélagið Ljúfur
15:00-18:00 Fjölskyldu- og skemmtidagskrá í Lystigarðinum
- Tónlistarkonan Gígja Marín
- Atriði úr Ávaxtakörfunni
- Íbúar í Álfheimum bregða á leik
- Diljá Eurovision stjarna
- Wolley trúður leikur listir sínar
- Benedikt Búálfur bregður á leik
- Hljómsveitin SLYSH
- BMX bræður sýna hjólaalistir á brettasvæði skólans
12:00 – 17:00 Listasafn Árnesinga
Verið velkomin á Listasafn Árnesinga á Þjóðhátíðardaginn. Við verðum með málverk eftir Ásgrím Jónsson af fæðingarstað hans Suðurkoti í tímabundnu láni frá Snorra Tómassyni og mun hann einnig segja frá ýmsu sem tengist Ásgrími. Svo verða einkabréf Ásgríms Jónssonar til sýnis og að lokum verður langspilssmiðja með Eyjólfi Eyjólfssyni.
Ókeypis aðgangur og verið velkomin.