Dagforeldri óskast
Óskað er eftir dagforeldri í Hveragerði sem gæti tekið til starfa síðla árs 2019 eða snemma árs 2020.
Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar, en Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra og ráðgjöf við dagforeldra og foreldra. Allir sem fá starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum þurfa að uppfylla skilyrði sbr. reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu í heimahúsum frá maí 2002.
Hveragerðisbær veitir dagforeldrum starfsleyfi og sinnir ráðgjöf og eftirliti með þeim. Dagforeldrar eru með eigin gjaldskrá og greiðir Hveragerðisbær niður daggæslu skv. ákveðnum reglum. Dagforeldrum stendur einnig til boða að fá greiddar aðstöðugreiðslur að upphæð kr. 50.000 á ári til að koma á móts við grunnkostnað. Hveragerðisbær hefur einnig samþykkt að það dagforeldri sem ræðst til starfa geti ávallt treyst á greiðslur fyrir vinnu sína óháð því hvort að öll pláss eru fullnýtt eða ekki.
Á heimasíðu Hveragerðisbæjar má finna umsókn um að gerast dagforeldri og þar kemur einnig fram hvaða gögnum þarf að skila með umsókn. Hér má finna þessar upplýsingar https://www.hveragerdi.is/Ymsar_upplysingar/Svid_og_deildir/Velferdarsvid/Dagforeldrar/
Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Hergeirsdóttir í síma 483-4000. En umsóknum skal skilað til hennar fyrir 12. október 2019.