Fara í efni

Hefur þú áhuga á að starfa sem dagforeldri?

Það er skortur á dagforeldrum í Hveragerði og því er hér með óskað eftir dagforeldrum á skrá hjá Hveragerðisbæ.

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi en Hveragerðisbær veitir þeim starfsleyfi og sinnir ráðgjöf og eftirliti með þeim. Dagforeldrar eru með eigin gjaldskrá og greiðir Hveragerðisbær niður daggæslu skv. ákveðnum reglum. Dagforeldrum stendur einnig til boða að fá greiddar aðstöðugreiðslur að upphæð kr. 50.000 á ári til að koma á móts við grunnkostnað. Á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is má finna umsókn um að gerast dagforeldri og þar kemur einnig fram tilskilin gögn sem þarf að skila með umsókn.

Frekari upplýsingar veitir María Kristjánsdóttir í síma 483-4000.


Síðast breytt: 7. mars 2017
Getum við bætt efni síðunnar?