Fara í efni

Breyting á innheimtu byggingargjalda

Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að gera breytingu á samþykkt bæjarins um byggingargjöld. Helsta breytingin var á 11. grein samþykktarinnar um greiðslu gjalda.

Breytingin felst í því að heimild verður nú til að lána þeim sem fá úthlutað lóð frá bænum fyrir hluta af gatnagerðargjaldi og hluta byggingarréttargjalds til tveggja ára í stað 60 daga líkt og verið hefur að undanförnu. 

Þessi breyting mun gera fjölskyldum og öðrum sem sækja um úthlutun lóða auðveldara að fjármagna lóðakaupin. 

Aðrar breytingar á gjaldskrá eru minniháttar og felast í lagfæringum á orðalagi og tilvitnunum í lög og reglur. Sbr. breyting á 1 gr, 8 gr, 12 gr, og 15 gr.

Hér fyrir neðan má sjá 11. greinina fyrir og eftir breytingu. 

11. grein fyrir breytingu:

11. grein samþykktar um byggingargjöld

11. grein eftir breytingu:

11. grein byggingarreglugerðar eftir breytingu


Síðast breytt: 10. júní 2024
Getum við bætt efni síðunnar?