Boðuð verkföll í leikskólum Hveragerðisbæjar
Nú standa yfir verkföll í leikskólum víða um land og ef ekki nást samningar munu verkföllin bitna á starfssemi leikskólanna í Hveragerði strax í næstu viku sem hér segir:
- Mánudagurinn 22.maí fyrir hádegi til kl. 12.00
- Þriðjudagurinn 23.maí fyrir hádegi til kl. 12.00
- Fimmtudagurinn 25.maí fyrir hádegi til kl. 12.00
- Þriðjudagurinn 30.maí fyrir hádegi til kl. 12.00
- Miðvikudagurinn 31.maí Allan daginn
- Fimmtudaginn 1.júní fyrir hádegi til kl. 12.00
- Mánudagurinn 5.júní fyrir hádegi til kl.12.00
- Þriðjudagurinn 6.júní fyrir hádegi til kl. 12.00
- Miðvikudagurinn 7.júní fyrir hádegi til kl. 12.00
- Fimmtudagurinn 8.júní fyrir hádegi til kl.12.00
Ef til þessara verkfalla kemur mun það þýða miklar skerðingar á starfssemi leikskólanna. Misjafnt er milli deilda hversu miklar skerðingar verða, en það ræðst af því í hvaða stéttarfélagi starfsmenn viðkomandi deilda eru. Nánari upplýsingar munu leikskólastjórar senda foreldrum / forráðamönnum leikskólabarnanna.
Verkfallsaðgerðir hafa mikil áhrif í eldhúsi og ekki verður hægt að bjóða upp á morgunmat þá daga sem verkfall er. Þau börn sem mega mæta þurfa því að fá morgunmat heima og um miðjan morgun verður hefðbundin ávaxtastund. Hádegisverður verður einungis fyrir þau börn sem fá að mæta að morgni verkfallsdags en þau sem mæta um hádegi þegar verkfallsaðgerðum sleppir og hefðbundin opnun tekur gildi þurfa að hafa borðað hádegisverð heima áður en þau mæta. Síðdegishressing verður eins og vant er.
Við hvetjum foreldra til að fylgjast með framvindu í tölvupósti og foreldrahópi á fb
Leikskólastjórar