Fara í efni

Bæjarbragur í sumar – viðburðir og afþreying

Njótum lífsins, verum jákvæð og búum til gæðastundir saman

Þjóðahátíðardagur okkar – 17. júní

Við höldum þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í Lystigarðinum. Förum í skrúðgöngu, hlýðum á ræðu útskriftarnema og fjallkonuna lesa upp ljóð. Söngsveitin syngur ættjarðarlög og veitt verða menningarverðlaun. Eftir hátíðardagskrá verður fjölbreytt fjölskyldu og skemmtidagskrá allan daginn.

Sjá dagskrá hér.

Allt í blóma – tónlistarhátíð helgina 30. júní – 3. júlí

Landslið hljóðfæraleikara og fjöldi tónlistarmanna stíga á svið en þar má m.a. nefna Jón Jónsson, Stebba Jak, Unni Birnu, Guðrúnu Árnýju, Jógvan Hansen, Stebba Hilmars, Magnús og Jóhann o.fl.

Miðasala á https://tix.is/is/event/13463/allt-i-bloma/

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar dagana 11. – 14. ágúst

Við bjóðum gesti velkomna á Bæjarhátíðina, Blómstrandi daga, í Hveragerði . Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða er fjölbreytt. Áhersla er lögð á uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum en þá eru tónleikar í Lystigarðinum þar sem fjöldi tónlistarmanna koma fram. Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa.

https://www.hveragerdi.is/is/mannlif/vidburdir/blomstrandi-dagar

Á heimasíðu okkar hveragerdi.is – mannlíf - er listi yfir áhugaverða staði í bænum okkar:

Það er tilvalið að njóta lífsins og upplifa………….

  • sundferð í Sundlaugina Laugaskarði
  • metnaðarfullar sýningar í Listasafni Árnesinga
  • fjölbreytta matseld á veitingastöðum bæjarins
  • glæsileg blóm og fallegan gróður í gróðrarstöðvunum
  • jarðskjálfta á Skjálftasýningunni í Sunnumörkinni
  • eggjasuðu og síbreytilega hveri í Hveragarðinum
  • kyrrð í hugleiðslusteininum „Þetta líður hjá“ við Varmá
  • fallegar og fjölbreyttar gönguleiðir í bænum og nágrenni
  • sögu bæjarins sem er kynnt á söguskiltum sem eru staðsett víða um bæinn
  • nestisferð í Lystigarðinn Fossflöt og skoða skáldasýninguna, Reykjafoss og fallegan gróður

Þjónustuaðilar bjóða gesti velkomna


Síðast breytt: 16. júní 2022
Getum við bætt efni síðunnar?